Eiður var óviss um Andra: „Hann var lítill og feitlaginn strákur“ Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2024 07:02 Andri Lucas Guðjohnsen er ekki lengur lítill og alls ekki feitlaginn. Hann var í byrjunarliði Íslands gegn Wales á föstudaginn og spilar væntanlega gegn Tyrkjum í kvöld. vísir/Anton Eiður Smári Guðjohnsen segir að sonur sinn, Andri Lucas, sé hreinræktaður framherji sem eigi bjarta framtíð fyrir höndum og sé föðurbetrungur á ákveðnum sviðum. Hann hafi þó ekki verið alveg viss í byrjun um að það yrði atvinnumaður í fótbolta úr honum. Eiður var í stúkunni á sínum gamla heimavelli Stamford Bridge í byrjun mánaðarins þegar hann fylgdist með Andra spila með Gent gegn Chelsea í Sambandsdeild Evrópu. Andri lagði upp annað marka Gent í 4-2 tapi. Andri er einn þriggja sona Eiðs sem allir hafa orðið atvinnumenn í fótbolta. Hann blómstraði með Lyngby og raðaði inn mörkum í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, er nú mættur til Gent og hefur verið að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu sem mætir Tyrklandi í kvöld. Andri er fæddur árið 2002 og man því ekki eftir árunum í London þegar pabbi hans fór á kostum með Chelsea og fagnaði meðal annars tveimur Englandsmeistaratitlum, áður en Barcelona keypti hann árið 2006 Chelsea great Eidur Gudjohnsen backing 'complete striker' son for Blues move after audition | @MullockSMirror https://t.co/JYbhqLuHzP pic.twitter.com/uMwhFZ9LR9— Mirror Football (@MirrorFootball) October 12, 2024 „Ég gat ekki séð fyrir mér hvernig Andri yrði að leikmanni þegar hann var krakki. Ég er ekki með einhverja neikvæðni en hann var lítill og feitlaginn strákur sem labbaði um með bolta undir handleggnum. Það var svo bara þegar hann var orðinn sjö eða átta ára sem ég sá að hann gæti orðið atvinnumaður. Hann tók stór skref í akademíunni hjá Espanyol eftir að ég færði mig yfir til Barcelona,“ segir Eiður Smári í grein sem birtist í enska miðlinum Mirror um helgina. Andri Lucas Guðjohnsen með skalla gegn Wales á föstudagskvöld. Eiður pabbi hans segir Andra betri skallamann en hann hafi sjálfur verið.vísir/Anton Eiður er ekki í vafa um að Andri geti náð enn lengra á sínum ferli og Mirror segir að Eiður vonist til þess að sjá strákinn jafnvel í Chelsea-búningi í framtíðinni: „Andri hefur getuna til að vera hreinræktaður framherji. Ég leit aldrei þannig á sjálfan mig því ég þurfti alltaf mann fyrir framan mig. Andri þarf þess ekki. Hann er algjör framherji og treystir á aðstoð frá miðjumönnum og kantmönnum. Andri er sterkur í loftinu – miklu betri en pabbi sinn. Hann er leikinn, þökk sé árunum í akademíu á Spáni, og hann les leikinn vel. Hann er með þetta allt saman. Ég sé hann bara fara í eina átt og það er upp á við. Þetta segi ég ekki sem pabbi hans heldur sem sérfræðingur. Ég sé alveg að hann hefur allt sem þarf til að vaxa, komast á hærra stig og taka fleiri skref á ferlinum,“ segir Eiður og bendir á að Andri sé í raun rétt að byrja. „Ekki gleyma því að þetta er aðeins annað árið hans í fullorðinsbolta. Hann átti erfiðan tíma í Svíþjóð [hjá Norrköping] því einhverra hluta vegna var þjálfarinn ekki mikið að nýta hann. Hjá næsta félagi hans, Lyngby, vissu þeir eftir þrjár æfingar að þessi strákur yrði fullkominn framherji fyrir þá. Og núna er hann kominn til Gent í Belgíu.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Eiður var í stúkunni á sínum gamla heimavelli Stamford Bridge í byrjun mánaðarins þegar hann fylgdist með Andra spila með Gent gegn Chelsea í Sambandsdeild Evrópu. Andri lagði upp annað marka Gent í 4-2 tapi. Andri er einn þriggja sona Eiðs sem allir hafa orðið atvinnumenn í fótbolta. Hann blómstraði með Lyngby og raðaði inn mörkum í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, er nú mættur til Gent og hefur verið að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu sem mætir Tyrklandi í kvöld. Andri er fæddur árið 2002 og man því ekki eftir árunum í London þegar pabbi hans fór á kostum með Chelsea og fagnaði meðal annars tveimur Englandsmeistaratitlum, áður en Barcelona keypti hann árið 2006 Chelsea great Eidur Gudjohnsen backing 'complete striker' son for Blues move after audition | @MullockSMirror https://t.co/JYbhqLuHzP pic.twitter.com/uMwhFZ9LR9— Mirror Football (@MirrorFootball) October 12, 2024 „Ég gat ekki séð fyrir mér hvernig Andri yrði að leikmanni þegar hann var krakki. Ég er ekki með einhverja neikvæðni en hann var lítill og feitlaginn strákur sem labbaði um með bolta undir handleggnum. Það var svo bara þegar hann var orðinn sjö eða átta ára sem ég sá að hann gæti orðið atvinnumaður. Hann tók stór skref í akademíunni hjá Espanyol eftir að ég færði mig yfir til Barcelona,“ segir Eiður Smári í grein sem birtist í enska miðlinum Mirror um helgina. Andri Lucas Guðjohnsen með skalla gegn Wales á föstudagskvöld. Eiður pabbi hans segir Andra betri skallamann en hann hafi sjálfur verið.vísir/Anton Eiður er ekki í vafa um að Andri geti náð enn lengra á sínum ferli og Mirror segir að Eiður vonist til þess að sjá strákinn jafnvel í Chelsea-búningi í framtíðinni: „Andri hefur getuna til að vera hreinræktaður framherji. Ég leit aldrei þannig á sjálfan mig því ég þurfti alltaf mann fyrir framan mig. Andri þarf þess ekki. Hann er algjör framherji og treystir á aðstoð frá miðjumönnum og kantmönnum. Andri er sterkur í loftinu – miklu betri en pabbi sinn. Hann er leikinn, þökk sé árunum í akademíu á Spáni, og hann les leikinn vel. Hann er með þetta allt saman. Ég sé hann bara fara í eina átt og það er upp á við. Þetta segi ég ekki sem pabbi hans heldur sem sérfræðingur. Ég sé alveg að hann hefur allt sem þarf til að vaxa, komast á hærra stig og taka fleiri skref á ferlinum,“ segir Eiður og bendir á að Andri sé í raun rétt að byrja. „Ekki gleyma því að þetta er aðeins annað árið hans í fullorðinsbolta. Hann átti erfiðan tíma í Svíþjóð [hjá Norrköping] því einhverra hluta vegna var þjálfarinn ekki mikið að nýta hann. Hjá næsta félagi hans, Lyngby, vissu þeir eftir þrjár æfingar að þessi strákur yrði fullkominn framherji fyrir þá. Og núna er hann kominn til Gent í Belgíu.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti