Ari Freyr: Lendi örugglega einhvern tímann einn á einn á móti Robben Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2014 10:00 Ari Freyr Skúlason. Vísir/Vilhelm Ari Freyr Skúlason fær krefjandi verkefni í kvöld þegar íslenska karlalandsliðið tekur á móti bronsliði Hollendinga frá Heimsmeistaramótinu í Brasilíu síðasta sumar. Arjen Robben spilar vanalega út á hægri kantinum sem þýðir að það kemur væntanlega í hlut Ara að stoppa hann á Laugardalsvellinum í kvöld. „Það verður annaðhvort Robben eða einhver annar. Maður bara tekur því sem kemur," segir Ari en hann fylgdist eins og aðrir með því þegar Arjen Robben spilaði frábærlega með hollenska landsliðinu á HM í Brasilíu. „Þessi maður hjólaði sig fram og til baka í gegnum heimsmeistaramótið en okkar liðsheild mun glíma við þetta saman. Við munum hjálpa hverjum öðrum og það mun koma okkur áfram," segir Ari óhræddur. „Það kemur örugglega fyrir einhvern tímann að ég lendi einn á einn á móti Robben. Þetta verður krefjandi en mjög gaman," sagði Ari Freyr. Íslenska liðið hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjunum jafnframt því að skora sex mörk. „Þetta sýnir hvers konar liðsheild við erum með og leikmenn á borð við Gylfa og Kolla sem geta skorað hvenær sem er. Svo erum við þéttir til baka og duglegir að vinna fyrir hvern annan. Við erum búnir að vinna með það í tvö og hálft ár og nú erum við fara upp," sagði Ari. Ari fær mikið að taka þátt í sóknarleik íslenska liðsins. „Ég get ekki alltaf farið fram. Við þurfum að horfa á hvorn annan og sjá hver er framar því við megum ekki skilja Ragga og Kára eftir í súpunni," segir Ari Freyr og nefnir þar hinn bakvörðinn Theódór Elmar Bjarnason sem tekur líka virkan þátt í sóknarleiknum. En má hann eitthvað fara fram völlinn á móti Hollendingum í kvöld? „Því meira sem að maður sækir því meira þurfa þeir að verjast," svarar Ari kokhraustir og hann er ánægður í landsliðinu. „Þetta er gríðarlega gaman. Ég er búinn að vera með í þessu í þrjú ár og það er æðislegt að fá að kynnast þessum strákum og vera með þeim allan þennan tíma," sagði Ari. „Mér finnst taktíkin og leikirnir sjálfir hafa gengið upp hundrað prósent. Við tókum Tyrkina alveg útaf laginu með því hvernig við vorum sem liðsheild og svo tóku einstaklingsframtökin yfir í þessum þremur mörkum. Ef við höldum okkar striki áfram, trúum áfram á okkur og höldum áfram að berjast fyrir hvern annan þá mun þetta ganga vel," sagði Ari. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Ari Freyr Skúlason fær krefjandi verkefni í kvöld þegar íslenska karlalandsliðið tekur á móti bronsliði Hollendinga frá Heimsmeistaramótinu í Brasilíu síðasta sumar. Arjen Robben spilar vanalega út á hægri kantinum sem þýðir að það kemur væntanlega í hlut Ara að stoppa hann á Laugardalsvellinum í kvöld. „Það verður annaðhvort Robben eða einhver annar. Maður bara tekur því sem kemur," segir Ari en hann fylgdist eins og aðrir með því þegar Arjen Robben spilaði frábærlega með hollenska landsliðinu á HM í Brasilíu. „Þessi maður hjólaði sig fram og til baka í gegnum heimsmeistaramótið en okkar liðsheild mun glíma við þetta saman. Við munum hjálpa hverjum öðrum og það mun koma okkur áfram," segir Ari óhræddur. „Það kemur örugglega fyrir einhvern tímann að ég lendi einn á einn á móti Robben. Þetta verður krefjandi en mjög gaman," sagði Ari Freyr. Íslenska liðið hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjunum jafnframt því að skora sex mörk. „Þetta sýnir hvers konar liðsheild við erum með og leikmenn á borð við Gylfa og Kolla sem geta skorað hvenær sem er. Svo erum við þéttir til baka og duglegir að vinna fyrir hvern annan. Við erum búnir að vinna með það í tvö og hálft ár og nú erum við fara upp," sagði Ari. Ari fær mikið að taka þátt í sóknarleik íslenska liðsins. „Ég get ekki alltaf farið fram. Við þurfum að horfa á hvorn annan og sjá hver er framar því við megum ekki skilja Ragga og Kára eftir í súpunni," segir Ari Freyr og nefnir þar hinn bakvörðinn Theódór Elmar Bjarnason sem tekur líka virkan þátt í sóknarleiknum. En má hann eitthvað fara fram völlinn á móti Hollendingum í kvöld? „Því meira sem að maður sækir því meira þurfa þeir að verjast," svarar Ari kokhraustir og hann er ánægður í landsliðinu. „Þetta er gríðarlega gaman. Ég er búinn að vera með í þessu í þrjú ár og það er æðislegt að fá að kynnast þessum strákum og vera með þeim allan þennan tíma," sagði Ari. „Mér finnst taktíkin og leikirnir sjálfir hafa gengið upp hundrað prósent. Við tókum Tyrkina alveg útaf laginu með því hvernig við vorum sem liðsheild og svo tóku einstaklingsframtökin yfir í þessum þremur mörkum. Ef við höldum okkar striki áfram, trúum áfram á okkur og höldum áfram að berjast fyrir hvern annan þá mun þetta ganga vel," sagði Ari.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira