Níu ár síðan Keane var orðaður við landsliðið | Hvað hefur gerst síðan og hefði það gengið? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2020 14:01 KSÍ ræddi við Roy Keane á sínum tíma. Nordic Photos/Getty Í gær tilkynnti Svíinn Erik Hamrén - arftaki Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu - að hann myndi ekki halda áfram með liðið eftir leikina gegn Danmörku og Englandi í Þjóðadeildinni. Í kjölfarið fór af stað góðlátlegt grín á samfélagsmiðlum að hinn 49 ára gamli Keane væri í rauninni enn á lausu. Keane, sem gerði garðinn frægan sem fyrirliði hjá Manchester United er liðið var hvað sigursælast, var nefnilega orðaður við stöðuna árið 2011. Þótti það flott ráðning á þeim tíma og var mikil spenna fólgin í því að fá jafn stórt nafn til að taka við íslenska landsliðinu. Fór það hins vegar svo að Svíinn Lars Lagerbäck var ráðinn til starfa og hefur íslenska landsliðið ekki litið um öxl síðan. Eftir að hafa dottið út í umspili um sæti á HM 2014 gegn Króatíu þá fór liðið á Evrópumótið í Frakklandi sumarið 2016 undir stjórn Lars. Heimir tók svo við, kom liðinu á HM í Rússlandi áður en hinn 61 árs gamli Hamrén tók við. Var hann nokkrum mínútum frá því að koma íslenska liðinu á þriðja stórmótið í röð. Hvað ef Roy Keane hefði tekið við íslenska landsliðinu? Þó hann sé reglulega fenginn til að greina leiki hjá Sky Sports til að mynda vill Keane ekkert heitar en að komast aftur út í þjálfun. „Myndi ekki segja að ég væri háður þjálfun en ég væri til í annað tækifæri. Ég bý í raunheiminum og veit að Real Madrid er ekki að fara hringja en við sjáum til hvað kemru upp,“ sagði hann í september á síðasta ári. Keane tók við aðstoðarstarfi írska landsliðsins eftir að Ísland ákvað að veðja – réttilega – á Lars. Meðfram því var hann aðstoðarþjálfari Aston Villa um skeið og svo Nottingham Forest er hann var hættur hjá írska knattspyrnusambandinu. Hann er nú án starfs og því laus ef KSÍ ákveður að kalla. Þá var hann nýverið orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna í Aserbaísjan. Ekkert varð þó af því ævintýri. Á dögunum skrifaði Adam Crafton hjá The Athletic einkar ítarlega grein um það hvernig þjálfari Keane hefði verið og væri í dag. Ræddi hann við ýmsa leikmenn sem spiluðu undir hans stjórn ásamt þjálfurum og stjórnarmönnum. I ve often wondered what Roy Keane thinks management is all about, as he seems to dismiss the importance of tactics and the importance of motivational skills. This by @AdamCrafton_ is excellent https://t.co/7h49OORHfB— Michael Cox (@Zonal_Marking) November 13, 2020 „Hann sagði réttu hlutina og það var ljóst að þarna var einhver sem skildi fótbolta. Sumar af ræðunum hans fyrir leiki voru frábærar. Hann var skipulagður og svissi hvað hann vildi. Hann var ekki alltaf blótandi öllu í sand og ösku,“ sagði Steven Caldwell, fyrirliði Sunderland er Keane tók við árið 2006, um Írann geðþekka. „Við vorum vel skipulagðir, vissum hvaða hlutverk við værum með hvað varðar spil út á velli, taktík og föst leikatriði. Það var með því betra sem ég man eftir á ferlinum. Það gat samt komið fyrir að hann missti það einfaldlega, oft út af minnstu hlutum,“ sagði David Norris, fyrirliði Ipswich Town, um tíma Roy þar. Norris bætti við að hann hefði elskað að spila undir stjórn Keane en það hafi verið nær ómögulegt að lesa þjálfarann sem missti stundum stjórn á skapi sínu. „Hann gat tætt man í sundur. Ég svaraði honum einu sinni í hálfleik og hann kom alveg upp að mér og öskraði á mig að ég hefði ekki gert þetta eða hitt. Við unnum leikinn en ég var settur á bekkinn í næsta leik, skilaboðin voru einföld. Það mátti ekki svara honum,“ bætti Norris við. Í bók sinni, The Second Half, sagði Keane sjálfur að hann hefði talað við leikmenn hjá Ipswich eins og eitthvað undir skósóla sínum. Að sama skapi þá segja ýmsir leikmenn að Keane eigi sér góða hlið. Hann skipulagðir hittinga utan æfinga og gerði margt til að reyna þétta leikmannahópinn hjá Ipswich. Roy Keane hefur alltaf verið með munninn fyrir neðan nefið.vísir/getty Þá var hann mjög harður á því við leikmenn að í kringum hátíðarnar – aðallega jólin – að þeir myndu heimsækja spítala og því um líkt. Það skipti Keane miklu máli að leikmenn gæfu af sér. Keane var gangandi mótsögn. Hann gat verið ómóttækilegur og geðvondur en að sama skapi eru leikmenn sem segja að hann hafi alltaf tekið vel á móti þeim, hjálpað þeim í gegnum erfiðleika og minnt þá reglulega á að fjölskyldan ætti að vera í fyrsta sæti. Hvort Roy Keane hefði náð árangri í líkingu við það sem Lars Lagerback náði með íslenska landsliðið verður aldrei hægt að skera úr um. Hvort hann fái tækifæri til þess nú níu árum síðar, það verður að koma í ljós. Fótbolti Einu sinni var... Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Í gær tilkynnti Svíinn Erik Hamrén - arftaki Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu - að hann myndi ekki halda áfram með liðið eftir leikina gegn Danmörku og Englandi í Þjóðadeildinni. Í kjölfarið fór af stað góðlátlegt grín á samfélagsmiðlum að hinn 49 ára gamli Keane væri í rauninni enn á lausu. Keane, sem gerði garðinn frægan sem fyrirliði hjá Manchester United er liðið var hvað sigursælast, var nefnilega orðaður við stöðuna árið 2011. Þótti það flott ráðning á þeim tíma og var mikil spenna fólgin í því að fá jafn stórt nafn til að taka við íslenska landsliðinu. Fór það hins vegar svo að Svíinn Lars Lagerbäck var ráðinn til starfa og hefur íslenska landsliðið ekki litið um öxl síðan. Eftir að hafa dottið út í umspili um sæti á HM 2014 gegn Króatíu þá fór liðið á Evrópumótið í Frakklandi sumarið 2016 undir stjórn Lars. Heimir tók svo við, kom liðinu á HM í Rússlandi áður en hinn 61 árs gamli Hamrén tók við. Var hann nokkrum mínútum frá því að koma íslenska liðinu á þriðja stórmótið í röð. Hvað ef Roy Keane hefði tekið við íslenska landsliðinu? Þó hann sé reglulega fenginn til að greina leiki hjá Sky Sports til að mynda vill Keane ekkert heitar en að komast aftur út í þjálfun. „Myndi ekki segja að ég væri háður þjálfun en ég væri til í annað tækifæri. Ég bý í raunheiminum og veit að Real Madrid er ekki að fara hringja en við sjáum til hvað kemru upp,“ sagði hann í september á síðasta ári. Keane tók við aðstoðarstarfi írska landsliðsins eftir að Ísland ákvað að veðja – réttilega – á Lars. Meðfram því var hann aðstoðarþjálfari Aston Villa um skeið og svo Nottingham Forest er hann var hættur hjá írska knattspyrnusambandinu. Hann er nú án starfs og því laus ef KSÍ ákveður að kalla. Þá var hann nýverið orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna í Aserbaísjan. Ekkert varð þó af því ævintýri. Á dögunum skrifaði Adam Crafton hjá The Athletic einkar ítarlega grein um það hvernig þjálfari Keane hefði verið og væri í dag. Ræddi hann við ýmsa leikmenn sem spiluðu undir hans stjórn ásamt þjálfurum og stjórnarmönnum. I ve often wondered what Roy Keane thinks management is all about, as he seems to dismiss the importance of tactics and the importance of motivational skills. This by @AdamCrafton_ is excellent https://t.co/7h49OORHfB— Michael Cox (@Zonal_Marking) November 13, 2020 „Hann sagði réttu hlutina og það var ljóst að þarna var einhver sem skildi fótbolta. Sumar af ræðunum hans fyrir leiki voru frábærar. Hann var skipulagður og svissi hvað hann vildi. Hann var ekki alltaf blótandi öllu í sand og ösku,“ sagði Steven Caldwell, fyrirliði Sunderland er Keane tók við árið 2006, um Írann geðþekka. „Við vorum vel skipulagðir, vissum hvaða hlutverk við værum með hvað varðar spil út á velli, taktík og föst leikatriði. Það var með því betra sem ég man eftir á ferlinum. Það gat samt komið fyrir að hann missti það einfaldlega, oft út af minnstu hlutum,“ sagði David Norris, fyrirliði Ipswich Town, um tíma Roy þar. Norris bætti við að hann hefði elskað að spila undir stjórn Keane en það hafi verið nær ómögulegt að lesa þjálfarann sem missti stundum stjórn á skapi sínu. „Hann gat tætt man í sundur. Ég svaraði honum einu sinni í hálfleik og hann kom alveg upp að mér og öskraði á mig að ég hefði ekki gert þetta eða hitt. Við unnum leikinn en ég var settur á bekkinn í næsta leik, skilaboðin voru einföld. Það mátti ekki svara honum,“ bætti Norris við. Í bók sinni, The Second Half, sagði Keane sjálfur að hann hefði talað við leikmenn hjá Ipswich eins og eitthvað undir skósóla sínum. Að sama skapi þá segja ýmsir leikmenn að Keane eigi sér góða hlið. Hann skipulagðir hittinga utan æfinga og gerði margt til að reyna þétta leikmannahópinn hjá Ipswich. Roy Keane hefur alltaf verið með munninn fyrir neðan nefið.vísir/getty Þá var hann mjög harður á því við leikmenn að í kringum hátíðarnar – aðallega jólin – að þeir myndu heimsækja spítala og því um líkt. Það skipti Keane miklu máli að leikmenn gæfu af sér. Keane var gangandi mótsögn. Hann gat verið ómóttækilegur og geðvondur en að sama skapi eru leikmenn sem segja að hann hafi alltaf tekið vel á móti þeim, hjálpað þeim í gegnum erfiðleika og minnt þá reglulega á að fjölskyldan ætti að vera í fyrsta sæti. Hvort Roy Keane hefði náð árangri í líkingu við það sem Lars Lagerback náði með íslenska landsliðið verður aldrei hægt að skera úr um. Hvort hann fái tækifæri til þess nú níu árum síðar, það verður að koma í ljós.
Fótbolti Einu sinni var... Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti