Sértæk þjálfun að ryðja sér til rúms hér á landi: „Ekki hægt að láta 17 ára og 35 ára æfa eins“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2020 18:45 Harald Pétursson rýnir hér í hlaupa- og þoltölur leikmanna meistaraflokks karla hjá knattspyrnuliðinu Val. Þrettán íþróttafélög hér á landi láta leikmenn sína æfa í sérhönnuðum vestum sem mæla styrk og hlaupagetu leikmanna sem síðan er hægt að nálgast í tölvutæku formi. Harald Pétursson, sem er að ljúka meistaragráðu í íþróttavísindum, segir þetta lykilatriði í nútímaþjálfun. „Það hefur breyst töluvert núna á síðasta eina og hálfa árinu að nú erum við komin með þó nokkuð mörg íslensk lið. Við sjáum að þegar við erum komin á getustig atvinnumanna að þjálfunin þarf að vera miklu sértækari,“ sagði Harald í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Neðst í fréttinni má sjá viðtalið við Harald í heild sinni. „Það er ekki hægt að fara með 17 ára strák og 35 ára og láta þá æfa alla eins. Það eru svo mismunandi styrkleikar og veikleikar hjá leikmönnum og með þessu getum við séð hverjir þeir eru og unnið svo í því,“ sagði Harald einnig og gefa vestin góða innsýn inn í það hversu mikið leikmenn geta lagt á sig. Gaupi spurði Harald út í það hversu meðtækilegir þjálfarar hér á landi væru fyrir nýjung sem þessari. „Þeir eru mis tæknilega þenkjandi en við erum að sjá breytingu á núna. Menn eru búnir að vera afla sér meiri þekkingar ásamt því að taka sjúkra- og styrktarþjálfara inn í þetta líka. Svo við erum að færast nær bestu liðunum.“ Þegar leikmenn semja við erlend félagslið er fyrst beðið um upplýsingar um hvernig viðkomandi hefur æft og menn vilja sjá tölur. „Það er nákvæmlega þannig. Nú eru stórliðin farin að kalla eftir að til séu gögn um leikmenn úr leikjum til að sjá alla styrkleika. Það getur oft haft úrslitaáhrif hvort leikmenn eru keyptir eða ekki.“ Vestin nýtast í nær öllum íþróttagreinum. „Við sjáum mjög mikla breytingu í handbolta. Á síðasta Evrópumóti spiluðu til að mynda öll liðin í vestum. Það skiptir miklu máli að geta séð styrk leikmanna þar og skoðað styrkleika og veikleika.“ Leikmenn fá að fylgjast með og sjá hvað þeir þurfa að bæta. „Það sem er svo gott við þetta er að það er ekki bara tilfinning þjálfarans heldur hefur hann raunveruleg gögn. Eins fá allir leikmenn upplýsingar um hvað þeir voru að gera í símann sinn, svo þeir sjá líka framvindu mála hjá sér. Þegar þú ert að vinna á undirbúningstímabili þá viltu sjá bestun og betrun í þínu formi þangað til það kemur að sjálfu tímabilinu.“ „Við sjáum út í heimi að þar eru margir íþróttavísindamenn og styrktarþjálfarar sem vinna miklu meira og nær með aðalþjálfara liðsins,“ sagði Harald að lokum en það virðist vera aukast hér á landi. Klippa: Sértækar æfingar færast í aukana Sportpakkinn Fótbolti Handbolti Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Þrettán íþróttafélög hér á landi láta leikmenn sína æfa í sérhönnuðum vestum sem mæla styrk og hlaupagetu leikmanna sem síðan er hægt að nálgast í tölvutæku formi. Harald Pétursson, sem er að ljúka meistaragráðu í íþróttavísindum, segir þetta lykilatriði í nútímaþjálfun. „Það hefur breyst töluvert núna á síðasta eina og hálfa árinu að nú erum við komin með þó nokkuð mörg íslensk lið. Við sjáum að þegar við erum komin á getustig atvinnumanna að þjálfunin þarf að vera miklu sértækari,“ sagði Harald í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Neðst í fréttinni má sjá viðtalið við Harald í heild sinni. „Það er ekki hægt að fara með 17 ára strák og 35 ára og láta þá æfa alla eins. Það eru svo mismunandi styrkleikar og veikleikar hjá leikmönnum og með þessu getum við séð hverjir þeir eru og unnið svo í því,“ sagði Harald einnig og gefa vestin góða innsýn inn í það hversu mikið leikmenn geta lagt á sig. Gaupi spurði Harald út í það hversu meðtækilegir þjálfarar hér á landi væru fyrir nýjung sem þessari. „Þeir eru mis tæknilega þenkjandi en við erum að sjá breytingu á núna. Menn eru búnir að vera afla sér meiri þekkingar ásamt því að taka sjúkra- og styrktarþjálfara inn í þetta líka. Svo við erum að færast nær bestu liðunum.“ Þegar leikmenn semja við erlend félagslið er fyrst beðið um upplýsingar um hvernig viðkomandi hefur æft og menn vilja sjá tölur. „Það er nákvæmlega þannig. Nú eru stórliðin farin að kalla eftir að til séu gögn um leikmenn úr leikjum til að sjá alla styrkleika. Það getur oft haft úrslitaáhrif hvort leikmenn eru keyptir eða ekki.“ Vestin nýtast í nær öllum íþróttagreinum. „Við sjáum mjög mikla breytingu í handbolta. Á síðasta Evrópumóti spiluðu til að mynda öll liðin í vestum. Það skiptir miklu máli að geta séð styrk leikmanna þar og skoðað styrkleika og veikleika.“ Leikmenn fá að fylgjast með og sjá hvað þeir þurfa að bæta. „Það sem er svo gott við þetta er að það er ekki bara tilfinning þjálfarans heldur hefur hann raunveruleg gögn. Eins fá allir leikmenn upplýsingar um hvað þeir voru að gera í símann sinn, svo þeir sjá líka framvindu mála hjá sér. Þegar þú ert að vinna á undirbúningstímabili þá viltu sjá bestun og betrun í þínu formi þangað til það kemur að sjálfu tímabilinu.“ „Við sjáum út í heimi að þar eru margir íþróttavísindamenn og styrktarþjálfarar sem vinna miklu meira og nær með aðalþjálfara liðsins,“ sagði Harald að lokum en það virðist vera aukast hér á landi. Klippa: Sértækar æfingar færast í aukana
Sportpakkinn Fótbolti Handbolti Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira