Segir þjálfarateymi Real ætlast til að leikmenn spili þó þeir séu meiddir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2022 13:46 Kosovare Asllani virðist fegin að vera laus frá Real Madríd. Eric Verhoeven/Getty Images Sænski framherjinn Kosovare Asllani segir umhverfi kvennaliðs Real Madríd óheilbrigt og hættulegt. Þjálfarateymið hlusti ekki á sjúkraþjálfara né lækna félagsins og ætlist til að leikmenn spili þó meiddir séu. Hin 32 ára gamla Asllani er hluti af leikmannahóp Svíþjóðar sem fer á Evrópumótið sem hefst í byrjun júlí. Hún hefur leikið með Real síðan árið 2019 en hún var fyrsta stórstjarnan sem samdi félagið. Skoraði Asllani tvö mörk er Real Madríd lagði Breiðablik í aftakaveðri á Kópavogsvelli í desember síðastliðinum. Úr leik liðanna á Kópavogsvelli.Vísir/Vilhelm Hún er nú á förum frá félaginu og opnaði sig varðandi umhverfi félagsins á blaðamannafundi sænska landsliðsins nýverið. „Ég tel vera menningu félagsins vera óheilbrigða fyrir leikmenn þess. Ég hef næstum verið neytt til að spila þrátt fyrir að vera meidd. Þjálfarar liðsins hlusta ekki á læknateymið. Umhverfið er orðið mjög óheilbrigt og hættulegt,“ sagði Asllani um stöðuna hjá Real en hún hefur einnig spilað með París Saint-Germain og Manchester City á ferli sínum. „Ég hef gert mikið fyrir félagið og ég hef séð hversu illa það hefur komið fram við leikmenn á undanförnum árum. Ég tel það vera mikilvægt fyrir mig að tjá mig þar sem enginn annar hefur stigið fram. Ég hef reynt að koma á breytingum en það er ekki hlustað á leikmenn né læknateymið.“ „Það er engin tilviljun að ég var alltaf að meiðast aftur og aftur þar sem það er þrýst á mann að spila þó maður sé meiddur. Þetta er ekki heilbrigt umhverfi, ég elska félagið en tel það vera í röngum höndum eins og staðan er í dag,“ bætti Asllani við. Precamp day 1 #WEURO2022 pic.twitter.com/fgujrB1Ks4— Kosovare Asllani (@KosovareAsllani) June 20, 2022 Í frétt ESPN um málið segir að David Aznar hafi verið rekinn í nóvember á síðasta ári þar sem hann hafði misst traust leikmanna. Þjálfunaraðferðir hans voru gagnrýndar og talið er að undirbúningstímabilið hafi leitt til mikilla meiðsla í leikmannahópi liðsins. Alberto Toril tók við stjórnartaumunum en það virðist ekki mikið hafa skánað síðan þá. „Ég hefði getað farið síðasta sumar en ákvað að gefa þessu eitt tækifæri til viðbótar. Ég hef verið stór hluti af sögu félagsins en því miður er umhverfið þar ekki heilbrigt, og það er ekki bara ég sem er þeirrar skoðunar. Ég tel umhverfið vera svona því félagið þráir að vinna og sér leikmenn bara sem leið til þess,“ sagði Asllani að endingu. Sara Björk Gunnarsdóttir var orðuð við Real Madríd áður en hún samdi við ítalska meistaraliðið Juventus. Sem betur fer ef marka má frásögn Asllani. Fótbolti Spænski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Hin 32 ára gamla Asllani er hluti af leikmannahóp Svíþjóðar sem fer á Evrópumótið sem hefst í byrjun júlí. Hún hefur leikið með Real síðan árið 2019 en hún var fyrsta stórstjarnan sem samdi félagið. Skoraði Asllani tvö mörk er Real Madríd lagði Breiðablik í aftakaveðri á Kópavogsvelli í desember síðastliðinum. Úr leik liðanna á Kópavogsvelli.Vísir/Vilhelm Hún er nú á förum frá félaginu og opnaði sig varðandi umhverfi félagsins á blaðamannafundi sænska landsliðsins nýverið. „Ég tel vera menningu félagsins vera óheilbrigða fyrir leikmenn þess. Ég hef næstum verið neytt til að spila þrátt fyrir að vera meidd. Þjálfarar liðsins hlusta ekki á læknateymið. Umhverfið er orðið mjög óheilbrigt og hættulegt,“ sagði Asllani um stöðuna hjá Real en hún hefur einnig spilað með París Saint-Germain og Manchester City á ferli sínum. „Ég hef gert mikið fyrir félagið og ég hef séð hversu illa það hefur komið fram við leikmenn á undanförnum árum. Ég tel það vera mikilvægt fyrir mig að tjá mig þar sem enginn annar hefur stigið fram. Ég hef reynt að koma á breytingum en það er ekki hlustað á leikmenn né læknateymið.“ „Það er engin tilviljun að ég var alltaf að meiðast aftur og aftur þar sem það er þrýst á mann að spila þó maður sé meiddur. Þetta er ekki heilbrigt umhverfi, ég elska félagið en tel það vera í röngum höndum eins og staðan er í dag,“ bætti Asllani við. Precamp day 1 #WEURO2022 pic.twitter.com/fgujrB1Ks4— Kosovare Asllani (@KosovareAsllani) June 20, 2022 Í frétt ESPN um málið segir að David Aznar hafi verið rekinn í nóvember á síðasta ári þar sem hann hafði misst traust leikmanna. Þjálfunaraðferðir hans voru gagnrýndar og talið er að undirbúningstímabilið hafi leitt til mikilla meiðsla í leikmannahópi liðsins. Alberto Toril tók við stjórnartaumunum en það virðist ekki mikið hafa skánað síðan þá. „Ég hefði getað farið síðasta sumar en ákvað að gefa þessu eitt tækifæri til viðbótar. Ég hef verið stór hluti af sögu félagsins en því miður er umhverfið þar ekki heilbrigt, og það er ekki bara ég sem er þeirrar skoðunar. Ég tel umhverfið vera svona því félagið þráir að vinna og sér leikmenn bara sem leið til þess,“ sagði Asllani að endingu. Sara Björk Gunnarsdóttir var orðuð við Real Madríd áður en hún samdi við ítalska meistaraliðið Juventus. Sem betur fer ef marka má frásögn Asllani.
Fótbolti Spænski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira