Vandræði Bayern undir stjórn Tuchel: „Eins og í hryllingsmynd“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2024 07:01 Tuchel eftir enn eitt tap Bayern um liðna helgi. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Það gengur ekkert upp hjá Bayern München þessa dagana. Eftir 3-2 tap gegn Bochum um liðna helgi er liðið átta stigum á eftir lærisveinum Xabi Alonso í Bayer Leverkusen þegar 12 umferðir eru eftir af þýsku úrvalsdeild karla þetta tímabilið. Þegar Thomas Tuchel var ráðinn þjálfari Bayern München í mars á síðasta ári þá var það því Julian Nagelsmann var ekki talinn passa nægilega vel inn í það sem Bayern stendur fyrir. Tuchel tókst að landa titlinum, með herkjum, en nú – eftir gríðarlega einokun – virðist sem titillinn sé runninn úr greipum Bæjara. Borussia Dortmund vann þýska meistaratitilinn vorið 2012 en síðan þá hefur Bayern staðið uppi sem sigurvegari. Er Xabi svarið? Þýska stórveldið virðist hins vegar standa á tímamótum og nú þegar er farið að orða Xabi Alonso við starfið fari svo að Tuchel verði sparkað. Xabi lék með liðinu frá 2014 til 2017 og varð meistari öll árin. Alonso er án efa einn eftirsóttasti þjálfari heims um þessar mundir en hann hefur verið bæði orðaður við Liverpool og Real Madríd eftir ótrúlegan uppgang Leverkusen. Það kemur á óvart að Bayern sé til í að taka sénsinn á ungum og efnilegum stjóra eftir allt sem gekk á þegar Nagelsmann stýrði liðinu. Hann var ráðinn því hann var talinn vera framtíð þýskrar knattspyrnu eftir að hafa vakið gríðarlega athygli vegna árangurs - og spilamennsku - Hoffenheim og RB Leipzig. Það virtist þó sem hinn framúrstefnulegi væri ekki allra hjá Bayern og á endanum var hann látinn fara. Í hans stað kom Tuchel sem átti að stýra skútunni örugglega í höfn en hjá Bayern þýðir það að vinna deildina og komast langt í Meistaradeild Evrópu. Tuchel tókst með herkjum að sigla skútunni í höfn. Hryllingsmyndin sem engan enda tekur Nú virðist Tuchel hins vegar gjörsamlega keyrt skútuna í kaf og það sem eftir er af henni stendur í ljósum logum. Því til sönnunar má nefna að Leon Goretzka, miðjumaður Bayern, talaði um að liðið væri „fast í hryllingsmynd“ eftir tapið hrottalega gegn Bochum um liðna helgi. Ekki nóg með það heldur sagði miðjumaðurinn einnig að eins og staðan væri í dag þá gæti hann ekki séð Bayern vinna deildina í ár. Tapið gegn Bochum var þriðja tap liðsins í röð. Þar áður töpuðu Bæjarar 0-1 fyrir Lazio í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en taphrinan hófst með slæmu 0-3 tapi gegn Leverkusen í uppgjöri toppliðanna. Ef þetta væri ekki nóg þá steinlá Bayern gegn RB Leipzig í þýska Ofurbikarnum. Þá féll Bayern úr leik í 2. umferð þýsku bikarkeppninnar eftir skammarlegt tap gegn FC Saarbrücken á einhvern ótrúlegan hátt. Það eina sem Tuchel getur haldið í sem stendur er að ef horft er í tölfræðina gegn Bochum átti Bayern ekki skilið að tapa en liðið skapaði sér urmul tækifæra. Þegar öllu var hins vegar á botninn hvolft þá tapaði liðið og ótrúleg 11 tímabila sigurhrina Bayern í Þýskalandi virðist á enda. Hvort Bayern reki Tuchel er alls óvíst en stjórnarmenn liðsins hafa þrjóskast við til þessa og hafa opinberlega sagt að hann sé rétti maðurinn í starfið. Hvort það verði staðan eftir að Xabi lyftir þýska meistaratitlinum í vor er annað mál. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Þegar Thomas Tuchel var ráðinn þjálfari Bayern München í mars á síðasta ári þá var það því Julian Nagelsmann var ekki talinn passa nægilega vel inn í það sem Bayern stendur fyrir. Tuchel tókst að landa titlinum, með herkjum, en nú – eftir gríðarlega einokun – virðist sem titillinn sé runninn úr greipum Bæjara. Borussia Dortmund vann þýska meistaratitilinn vorið 2012 en síðan þá hefur Bayern staðið uppi sem sigurvegari. Er Xabi svarið? Þýska stórveldið virðist hins vegar standa á tímamótum og nú þegar er farið að orða Xabi Alonso við starfið fari svo að Tuchel verði sparkað. Xabi lék með liðinu frá 2014 til 2017 og varð meistari öll árin. Alonso er án efa einn eftirsóttasti þjálfari heims um þessar mundir en hann hefur verið bæði orðaður við Liverpool og Real Madríd eftir ótrúlegan uppgang Leverkusen. Það kemur á óvart að Bayern sé til í að taka sénsinn á ungum og efnilegum stjóra eftir allt sem gekk á þegar Nagelsmann stýrði liðinu. Hann var ráðinn því hann var talinn vera framtíð þýskrar knattspyrnu eftir að hafa vakið gríðarlega athygli vegna árangurs - og spilamennsku - Hoffenheim og RB Leipzig. Það virtist þó sem hinn framúrstefnulegi væri ekki allra hjá Bayern og á endanum var hann látinn fara. Í hans stað kom Tuchel sem átti að stýra skútunni örugglega í höfn en hjá Bayern þýðir það að vinna deildina og komast langt í Meistaradeild Evrópu. Tuchel tókst með herkjum að sigla skútunni í höfn. Hryllingsmyndin sem engan enda tekur Nú virðist Tuchel hins vegar gjörsamlega keyrt skútuna í kaf og það sem eftir er af henni stendur í ljósum logum. Því til sönnunar má nefna að Leon Goretzka, miðjumaður Bayern, talaði um að liðið væri „fast í hryllingsmynd“ eftir tapið hrottalega gegn Bochum um liðna helgi. Ekki nóg með það heldur sagði miðjumaðurinn einnig að eins og staðan væri í dag þá gæti hann ekki séð Bayern vinna deildina í ár. Tapið gegn Bochum var þriðja tap liðsins í röð. Þar áður töpuðu Bæjarar 0-1 fyrir Lazio í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en taphrinan hófst með slæmu 0-3 tapi gegn Leverkusen í uppgjöri toppliðanna. Ef þetta væri ekki nóg þá steinlá Bayern gegn RB Leipzig í þýska Ofurbikarnum. Þá féll Bayern úr leik í 2. umferð þýsku bikarkeppninnar eftir skammarlegt tap gegn FC Saarbrücken á einhvern ótrúlegan hátt. Það eina sem Tuchel getur haldið í sem stendur er að ef horft er í tölfræðina gegn Bochum átti Bayern ekki skilið að tapa en liðið skapaði sér urmul tækifæra. Þegar öllu var hins vegar á botninn hvolft þá tapaði liðið og ótrúleg 11 tímabila sigurhrina Bayern í Þýskalandi virðist á enda. Hvort Bayern reki Tuchel er alls óvíst en stjórnarmenn liðsins hafa þrjóskast við til þessa og hafa opinberlega sagt að hann sé rétti maðurinn í starfið. Hvort það verði staðan eftir að Xabi lyftir þýska meistaratitlinum í vor er annað mál.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti