Fjalla um níu milljarða króna Íslendinginn Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2024 22:31 Fram kemur í grein Daily Mail að Orri Steinn Óskarsson hafi verið hærra skrifaður en Rasmus Höjlund hjá danska félaginu FC Kaupmannahöfn, þegar báðir voru þar. Getty/Ulrik Pedersen Farið er fögrum orðum um íslenska landsliðsframherjann Orra Stein Óskarsson í grein Daily Mail í kvöld þar sem rýnt er í nokkrar af stærstu vonarstjörnum fótboltans í dag. Orri er í hópi tólf leikmanna sem að Tom Collomosse hjá Daily Mail fjallar sérstaklega um og segir að séu nú þegar í sigti ensku úrvalsdeildarfélaganna. Hann bendir á að FC Kaupmannahöfn hafi þegar hafnað tilboðum í Orra, upp á um 15 milljónir punda eða 2,7 milljarða króna, og vilji fá meira. Félagið hafi raunar metið Orra meira virði en Rasmus Höjlund, sem síðan var seldur frá félaginu og er núna leikmaður Manchester United. The ice-cold Icelandic guaranteed to be a £50m star, the generational Norwegian talent dreaming of Man United, and the Colombian Neymar already in Chelsea's sights... meet the next wave of Europe's top prospects https://t.co/YsfvzQQanK— Mail Sport (@MailSport) August 14, 2024 „Eftir tvö ár verður hann [Orri] 50 milljóna punda framherji,“ hefur Collomosse eftir sérfræðingi í evrópskum leikmannamálum, en sú upphæð jafngildir tæplega 8,9 milljörðum króna. Fjallað um fjölskylduna og Hákon Í greininni er einnig bent á að Orri sé úr mikilli íþróttafjölskyldu og hafi verið efnilegur handboltamaður en valið fótboltann. Þar hafi hann 13 ára verið kominn inn í meistaraflokk Gróttu, en Orri lék þar sumarið 2019 (þá 14 að verða 15) undir stjórn pabba síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Í greininni kemur fram að Óskar hafi einmitt einnig verið fótboltamaður, og það sé yngri systir Orra (Emelía, leikmaður Köge í Danmörku) einnig. Móðirin (Laufey Kristjánsdóttir) hafi hins vegar verið í handbolta. Collomosse bendir einnig á vinskap þeirra Hákons Arnars Haraldssonar og Orra, en þeir léku saman hjá FCK, og segir að Hákon hafi átt prýðisgott fyrsta tímabil með Lille í Frakklandi síðasta vetur. Segir hann að það kæmi ekkert á óvart þó að báðir yrðu orðnir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni innan tveggja ára. Næsti leikur Orra með FCK gæti orðið á morgun þegar liðið mætir Banik Ostrava í Sambandsdeild Evrópu. Aðrir leikmenn á listanum hjá Daily Mail eru: Yarek Gasiorowski, 19 ára miðvörður Valencia Mattia Liberali, 17 ára sóknarsinnaður miðjumaður AC Milan Sverre Nypan, 17 ára miðjumaður Rosenborg Oscar Perea, 18 ára kantmaður Strasbourg Jeremy Jacquet, 19 ára miðvörður Rennes Adam Daghim, 18 ára sóknarmaður RB Salzburg Franco Mastantuono, 16 ára miðjumaður River Plate Alessandro Longoni, 16 ára markvörður AC Milan Bilal El Khannouss, 20 ára miðjumaður Genk Mario Stroeykens, 19 ára miðjumaður Anderlecht Bazoumana Toure, 18 ára kantmaður Hammarby Danski boltinn Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Betur fór en á horfðist með meiðsli Orra Steins Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson er ekki alvarlega meiddur. Þetta staðfesti Jacob Neestrup, þjálfari FCK, í viðtali eftir leik. 11. ágúst 2024 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Orri er í hópi tólf leikmanna sem að Tom Collomosse hjá Daily Mail fjallar sérstaklega um og segir að séu nú þegar í sigti ensku úrvalsdeildarfélaganna. Hann bendir á að FC Kaupmannahöfn hafi þegar hafnað tilboðum í Orra, upp á um 15 milljónir punda eða 2,7 milljarða króna, og vilji fá meira. Félagið hafi raunar metið Orra meira virði en Rasmus Höjlund, sem síðan var seldur frá félaginu og er núna leikmaður Manchester United. The ice-cold Icelandic guaranteed to be a £50m star, the generational Norwegian talent dreaming of Man United, and the Colombian Neymar already in Chelsea's sights... meet the next wave of Europe's top prospects https://t.co/YsfvzQQanK— Mail Sport (@MailSport) August 14, 2024 „Eftir tvö ár verður hann [Orri] 50 milljóna punda framherji,“ hefur Collomosse eftir sérfræðingi í evrópskum leikmannamálum, en sú upphæð jafngildir tæplega 8,9 milljörðum króna. Fjallað um fjölskylduna og Hákon Í greininni er einnig bent á að Orri sé úr mikilli íþróttafjölskyldu og hafi verið efnilegur handboltamaður en valið fótboltann. Þar hafi hann 13 ára verið kominn inn í meistaraflokk Gróttu, en Orri lék þar sumarið 2019 (þá 14 að verða 15) undir stjórn pabba síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Í greininni kemur fram að Óskar hafi einmitt einnig verið fótboltamaður, og það sé yngri systir Orra (Emelía, leikmaður Köge í Danmörku) einnig. Móðirin (Laufey Kristjánsdóttir) hafi hins vegar verið í handbolta. Collomosse bendir einnig á vinskap þeirra Hákons Arnars Haraldssonar og Orra, en þeir léku saman hjá FCK, og segir að Hákon hafi átt prýðisgott fyrsta tímabil með Lille í Frakklandi síðasta vetur. Segir hann að það kæmi ekkert á óvart þó að báðir yrðu orðnir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni innan tveggja ára. Næsti leikur Orra með FCK gæti orðið á morgun þegar liðið mætir Banik Ostrava í Sambandsdeild Evrópu. Aðrir leikmenn á listanum hjá Daily Mail eru: Yarek Gasiorowski, 19 ára miðvörður Valencia Mattia Liberali, 17 ára sóknarsinnaður miðjumaður AC Milan Sverre Nypan, 17 ára miðjumaður Rosenborg Oscar Perea, 18 ára kantmaður Strasbourg Jeremy Jacquet, 19 ára miðvörður Rennes Adam Daghim, 18 ára sóknarmaður RB Salzburg Franco Mastantuono, 16 ára miðjumaður River Plate Alessandro Longoni, 16 ára markvörður AC Milan Bilal El Khannouss, 20 ára miðjumaður Genk Mario Stroeykens, 19 ára miðjumaður Anderlecht Bazoumana Toure, 18 ára kantmaður Hammarby
Danski boltinn Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Betur fór en á horfðist með meiðsli Orra Steins Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson er ekki alvarlega meiddur. Þetta staðfesti Jacob Neestrup, þjálfari FCK, í viðtali eftir leik. 11. ágúst 2024 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Betur fór en á horfðist með meiðsli Orra Steins Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson er ekki alvarlega meiddur. Þetta staðfesti Jacob Neestrup, þjálfari FCK, í viðtali eftir leik. 11. ágúst 2024 22:00
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti