Klopp ráðinn til Red Bull en skýr klásúla í samningnum Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2024 06:48 Jürgen Klopp naut gríðarlegra vinsælda hjá Liverpool enda batt hann meðal annars endi á þrjátíu ára bið félagsins eftir Englandsmeistaratitli. Getty/James Baylis Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool, er búinn að finna sér nýtt starf og það er hjá orkudrykkjaframleiðandanum Red Bull, sem á knattspyrnufélög í nokkrum löndum. Frá þessu greindu meðal annars Sky og Bild í Þýskalandi og Red Bull hefur nú staðfest ráðninguna. Klopp mun taka við sem „alþjóða yfirmaður fótboltamála“ hjá Red Bull, og taka til starfa þann 1. janúar næstkomandi. Um langtímasamning er að ræða. Florian Plettenberg, fréttamaður Sky í Þýskalandi, segir að í samningnum sé hins vegar skýr klásúla um það að Klopp megi hætta hvenær sem er bjóðist honum að taka við þýska landsliðinu, þegar Julian Nagelsmann hættir. 🚨🧨 Excl | Jürgen #Klopp will become the new „Global Head of Soccer“ at Red Bull ✔️.. starting on January 1, 2025. Klopp has already signed a long-term contract. ⚠️ Additionally, Klopp has secured an exit option allowing him to become the head coach of the Germany national… pic.twitter.com/eBzXKSQ85V— Florian Plettenberg (@Plettigoal) October 9, 2024 Red Bull á félögin RB Leipzig í Þýskalandi, Red Bull Salzburg og FC Liefering í Austurríki, Red Bull Bragantino í Brasilíu og New York Red Bulls í Bandaríkjunum. Hlutverk Klopps verður meðal annars að ráðleggja öllum þessum félögum varðandi þjálfun, leikhugmyndafræði, og þróun og kaup á ungum leikmönnum og þjálfurum. Klopp hefur verið án starfs síðan í maí þegar hann kvaddi Liverpool eftir níu ár sem knattspyrnustjóri félagsins. Þar naut hann gríðarlegra vinsælda, rétt eins og þegar hann stýrði Dortmund árin 2008-2015 og Mainz þar áður. Þegar hann hætti hjá Liverpool kvaðst hann ekki ætla að þjálfa aftur á næstunni: „Ekkert félagslið eða landslið næsta árið. Ég get lofað því. Auðvitað geri ég samt eitthvað annað á einhverjum tímapunkti. Ég er of ungur til að fara bara í padel og leika við barnabörnin. Kannski finn ég eitthvað annað,“ sagði Klopp sem nú hefur fundið eitthvað annað. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Frá þessu greindu meðal annars Sky og Bild í Þýskalandi og Red Bull hefur nú staðfest ráðninguna. Klopp mun taka við sem „alþjóða yfirmaður fótboltamála“ hjá Red Bull, og taka til starfa þann 1. janúar næstkomandi. Um langtímasamning er að ræða. Florian Plettenberg, fréttamaður Sky í Þýskalandi, segir að í samningnum sé hins vegar skýr klásúla um það að Klopp megi hætta hvenær sem er bjóðist honum að taka við þýska landsliðinu, þegar Julian Nagelsmann hættir. 🚨🧨 Excl | Jürgen #Klopp will become the new „Global Head of Soccer“ at Red Bull ✔️.. starting on January 1, 2025. Klopp has already signed a long-term contract. ⚠️ Additionally, Klopp has secured an exit option allowing him to become the head coach of the Germany national… pic.twitter.com/eBzXKSQ85V— Florian Plettenberg (@Plettigoal) October 9, 2024 Red Bull á félögin RB Leipzig í Þýskalandi, Red Bull Salzburg og FC Liefering í Austurríki, Red Bull Bragantino í Brasilíu og New York Red Bulls í Bandaríkjunum. Hlutverk Klopps verður meðal annars að ráðleggja öllum þessum félögum varðandi þjálfun, leikhugmyndafræði, og þróun og kaup á ungum leikmönnum og þjálfurum. Klopp hefur verið án starfs síðan í maí þegar hann kvaddi Liverpool eftir níu ár sem knattspyrnustjóri félagsins. Þar naut hann gríðarlegra vinsælda, rétt eins og þegar hann stýrði Dortmund árin 2008-2015 og Mainz þar áður. Þegar hann hætti hjá Liverpool kvaðst hann ekki ætla að þjálfa aftur á næstunni: „Ekkert félagslið eða landslið næsta árið. Ég get lofað því. Auðvitað geri ég samt eitthvað annað á einhverjum tímapunkti. Ég er of ungur til að fara bara í padel og leika við barnabörnin. Kannski finn ég eitthvað annað,“ sagði Klopp sem nú hefur fundið eitthvað annað.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti